Fréttir

Stórskemmtilegt Hamarsmót

Blak | 01.04.2010

Blakfélagið Skellur sendi tvö lið á Kjörísmót Hamars á Selfossi sem fram fór síðasta laugardag. Karlaliðið keppti í neðri deildinni og gekk alveg ljómandi vel. Þeir unnu fimm hrinur og töpuðu þremur og lentu í 3. sæti í deildinni. Taka ber fram að þetta eru fyrstu leikirnir sem tveir af leikmönnunum sigra á sínum blakferli - en örugglega ekki þeir síðustu. Kvennaliðið var líka í 2. deild en í kvennaflokki voru þrjár deildir í heildina. Leikirnir voru flestir spennandi og skemmtilegir. Skellur hafnaði í 2. sæti og fékk að launum páskablóm, eins og sést á meðfylgjandi mynd. Mjög vel var staðið að mótinu og allir keppendur fengu ís og happaþrennu!

Deila