Fréttir

Úrslitahelgi Kjörísbikarsins 2023

Blak | 05.03.2023
17:30 á fimmtudaginn
17:30 á fimmtudaginn

Karlalið Vestra í blaki er komið í undanúrslit og þar með á úrslitahelgi Kjörísbikarsins 3ja árið í röð. Við erum sannarlega stolt af okkar liði, því það er svo sannarlega ekki sjálfgefið að vera með á þessari stóru helgi sem fer fram í Digranesi í Kópavogi.

Bæði undanúrslita og úrslitaleikir kvenna og karla verða sýndir beint á RÚV 9.-11. mars og er það í fyrsta skipti sem við fáum beina útsendingu frá undanúrslitaleikjum á RÚV. Við hvetjum allt okkar fólk, hvort sem það er tengt blakinu, tengt Vestra eða eru að Vestan, til að mæta á sem flesta leiki því bæði verður þarna boðið upp á blak af hæsta gæðaflokki og það skiptir ekki síður gríðarlega miklu máli fyrir íþróttafólkið sem er að spila, að sjá fulla stúku. Og fyrir sjónvarpið, þá er það vissulega flottara að við séum með fulla stúku og góða stemningu.

Sama fyrirkomulag er á miðasölu og undanfarin ár.  Á undanúrslitaleikina fimmtudag og föstudag kostar dagpassinn 2500 krónur en á úrslitadaginn sjálfan 3500 krónur. 50 % afsláttur verður fyrir börn fædd 2006-2011 og börn fædd 2012 og síðar fá frítt inn.

Miðar verða seldir í gegn um Stubb appið og rennur innkoman á undanúrslitin beint til liðanna.  Því er mikilvægt þegar þið kaupi miða að mekja við Vestra !!

Undanúrslit karla fara fram á fimmtudegi 9. mars og undanúrslit kvenna fara fram á föstudeginum 10 mars, eins og sjá má á auglýsingunni.

Úrslitaleikur karla hefst kl 13:00 á laugardegi 11. mars og úrslitaleikur kvenna kl 15:30.

Sunnudaginn 12 mars fer fram bikarmót yngri flokka og verður spilað frá kl 10:00 til 16:00.

Reiknum með ykkur í stúkunni

Deila