Fréttir

Úrslitakeppni 3.deildar um helgina

Blak | 08.04.2010

Óhætt er að segja að í nógu sé að snúast hjá ísfirskum blökurum þessa dagana. Helgina fyrir páska fóru tvö lið á Kjörísmót Hamars sem haldið var á Selfossi. Næsta stóra verkefni er lokamótið í 3. deild kvenna í Íslandsmótinu. Mótið verður núna um helgina, 9.-10. apríl og er haldið í Kópavogi. Á lokamótinu er spilað í þremur deildum sem liðin raðast í eftir árangri þeirra á fyrri mótum í vetur. Þarna spila öll liðin á landinu, en fram að þessu hafa Skellur spilað í annarri af tveimur suðvestur-deildum. Ekki tókst okkur Skellum að komast í efstu deildina á lokamótinu, en við spilum í mið-deildinni sem verður að teljast viðunandi árangur. Við leikum gegn Reyni, Hamri og Lansanum og spilum einn leik á föstudagskvöldi og tvo á laugardegi. Að sjálfsögðu kemur ekkert annað til greina en sigur í öllum leikjum, en til þess þarf að berjast til síðasta blóðdropa.....

 

Næstu helgi á eftir fara krakkarnir okkar svo á Íslandsmótið í krakkablaki í Kópavogi. Við skrifum meira um þá ferð í næstu viku, en upplýsingar fyrir foreldra er að finna undir linknum "krakkablak".

 

Því næst tekur við stífur undirbúningur fyrir sjálft öldungamótið sem haldið verður í Mosfellsbæ í ár.Minnum jafnframt á aukaæfinguna þriðjudaginn 12. apríl klukkan 17 í Torfnesi fyrir alla krakka sem fara með á Íslandsmótið.

 

 

Deila