Fréttir

Úrvalsdeildarlið Vestra

Blak | 03.10.2020
Fyrsti leikurinn er á móti Íslandsmeisturum Þróttar Nes
Fyrsti leikurinn er á móti Íslandsmeisturum Þróttar Nes
1 af 10

Í dag, 3 október, tekur karlalið Vestra í blaki á móti Íslandsmeisturum Þróttar Nes, í Torfnesi kl 15.00.

Gaman væri að sem flestir sægju sér fært að mæta og hvetja okkar menn, en einnig er hægt að horfa á alla leiki Mizunodeildar í beinu streymi á síðu Blaksambandsins.

Nokkrar breytingar hafa orðið á liði Vestra frá síðasta vetri, en helstu leikmenn liðsins á komandi tímabili eru eftirfarandi:

Juan bættist í leikmannahóp liðsins síðasta haust og er hann mættur aftur og er nú aðalþjálfari liðsins. Juan er afar fjölhæfur og getur spilað margar stöður en er hans aðal staða uppspilari.

Hafsteinn okkar er einn af okkar heimamönnum. Hefur hann spilað magar stöður en endaði sterkt tímabil í fyrra sem díó. Hafsteinn er uppalinn í félaginu og hefur verið valinn mörg síðustu ár í unglingalandsliðin í blaki. Hann verður fyrirliði liðsins þetta tímabil.

Antonio okkar var einnig hér síðasta tímabil og verður hann með okkur áfram í vetur. Hann er reynslumikill eftir mörg ári í spænsku deildunum í blaki og er okkar klettur á miðjunni.

Alvaro er mættur aftur á jakann og er til í slaginn. Hann kom til liðs við Vestra síðasta haust og spilaði kannt á síðasta tímabil og stóð sig með príði.  Alvaro er einnig reynslubolti úr spænsku deildunum.

Felix er nýr leikmaður hjá okkur. Fæddur í Venusúela en hefur átt heima á Spáni mörg síðustu ár, þar sem hann spilaði í efstu deildum í blaki. Hann er mættur hingað sem kanntur og erum við spennt yfir komu hans

Sigurður Bjarni er einnig einn af okkar heimamönnum. Hann er uppalinn í félaginu og hefur verið valinn mörg síðustu ár í unglingalandsliðin í blaki. Aðal staða Sigurðar er miðja.

Karol Duda er einn af okkar vaxandi heimamönnum. Hann er uppalinn hjá félaginu en lék sitt fyrsta tímabil í fyrra með meistaraflokki og hungrar í meira. Karol hefur spilað miðju og hefur staðið sig með fanta vel

Karol Maliszewski er mættur aftur með látum. Hann spilað í Pólsku deildunum á sínum tíma og hefur átt nokkur öflug tímabil með Vestra. Við erum stolt að kalla hann heimamann og biðum við spennt eftir að sjá hann spila sína uppáhaldsstöðu á vellinum sem liberó.

Jóhannes fæddur og uppalinn í Þýskalandi. Hann flutti til Ísafjarðar í fyrra en hefur búið á landinu um nokkra tíð. Jóhannes er sterkur kanntur og erum við spennt að sjá hvað hann getur boðið upp á.

Það er von okkar að heimafólk á norðanverðum Vestfjörðum styðji okkar stráka með ráð og dáð í vetur.

Deila