Fréttir

Vestri áfram í næstu umferð Kjörísbikarsins.

Blak | 23.01.2017
Vestri og Hrunamenn eftir leik liðanna á Flúðum.
Vestri og Hrunamenn eftir leik liðanna á Flúðum.

Karlalið Vestra í blaki tekur nú í fyrsta sinn þátt í bikarkeppninni. Þeir áttu leik við Hrunamenn á Flúðum í gær, sunnudaginn 22. janúar. Vestri sigraði nokkuð örugglega 3-0 í leiknum og eru því komnir áfram í næstu umferð. 

Á heimasíðu Blaksambandsins kemur eftirfarandi fram:  Liðin sem eftir eru í Kjörísbikar karla eru 9 talsins:  KA, HK, Stjarnan, Afturelding, Þróttur Nes, Þróttur R/Fylkir, Vestri, Hamar og KA-Ö. Í næstu umferð þarf að koma fjölda liða niður í 8 lið en öll úrvalsdeildarliðin munu sitja yfir í þeirri umferð. Þrjú síðustu liðin í upptalningunni fara í pott og dregið verður í 1 leik. 

http://www.bli.is/is/frettir/utisigrar-i-kjorisbikarnum-um-helgina

Deila