Fréttir

Viðtal við aðalþjálfara félagsins

Blak | 15.10.2010

Okkur hjá félaginu fannst kominn tími til að kynna þjálfarann okkar hana Jamie fyrir ykkur og fréttaritarinn tók á dögunum viðtal við hana, á næstunni munum við einnig birta viðtöl við tvo nýja erlenda leikmenn sem byrjuðu hjá okkur í haust.
En nú er það aðalþjálfarinn hún Jamie Landry

 

Hvað ertu gömul og hvaðan ertu ? Hefurðu búið þar alla ævi ?

Ég er 23 ára og frá Gilford, New Hampshire í Bandaríkjunum. Ég er fædd í Kaliforníu en hef búið mest alla ævi í New Hampshire. Ég fór í háskóla í Rochester í New York og bjó þar í fjögur ár.
 

Afhverju ákvaðstu að koma til Ísafjarðar ?
 

Ég hafði aldrei farið erlendis fyrr en ég fór til Íslands. Ég vildi klára meistaragráðuna mína í Auðlindastjórnun.  Ég  rakst á meistaranám við Háskólasetur Vestfjarða og vissi um leið að þetta væri staðurinn sem mig langaði að koma til. Þessi bær Ísafjörður kallaði á mig og ég vissi að þarna vildi ég dvelja og eftir að ég kom hingað hef ég aldrei efast um að sú ákvörðun væri rétt.

 

Hvað varstu gömul þegar þú byrjaðir að æfa og spila blak ?
 

Ég var þrettán ára þegar ég byrjaði að spila blak fyrir skólaliðið mitt heima í Bandaríkjunum.

  

Hefurðu spilað með mörgum liðum ?
 

Ég spilaði fyrir Menntaskólann minn sem var með besta blakliðið í New Hampshie á þessum tíma, ég vildi vera hluti af liði sem æfði mjög vel og unni leiknum. Ég spilaði líka aðeins með nokkrum öðrum yngri liðum í bandaríkjunum. Síðan spilaði ég í tvö ár í Háskólanum . Núna er ég að spila annað árið mitt á Íslandi.
 

Hefurður æft og  keppt í öðrum íþróttum ?

Ég æfði frjálsar íþróttir  frá því ég var fimm ára gömul. Ég stundaði hlaup í menntaskóla og í fjögur ár í Háskóla á skólastyrk.  Ég var einnig í fimleikum frá því að ég var fjögurra ár og þangað til ég var þrettán. Ég vil meina að það hafi skipt  miklu máli fyrir mig því þar lærði ég grunnnatriði íþrótta.
 

Að lokum er eitthvað sem þú vilt deila með okkur ?
 

Ég er mjög ánægð að geta verið hér annað ár hjá Skelli. Allir leikmenn Skells frá sex ára til sextugs gera mína daga spennandi og ánægjulega. Ég er þakklát fyrir að búa í svona góðu samfélagi.

 

Deila