Fréttir

Getraunastarfið hefst 21. september

Getraunir | 14.09.2019

Haustleikur hefst 21. sept.  

 

15 vikur, 12 bestu telja.

 

Hvetjum alla sem verið hafa í leiknum til að fjölga í hópnum, fá nýja félaga inn.  Bæði hægt að taka þátt í leiknum og eins eiga hlut í stóra pottinum.  Getraunahópurinn getur séð um að sinna sjálfvali fyrir þá sem kunna ekki of mikið á boltann.  Þónokkrir spiluðu þannig í fyrra og einverjir þeirra enduðu í plús.  Alltaf vinningsvon auk þess sem þetta skilar tekjum fyrir félagið.

 

Reglur leiksins verða kynntar nánar þegar líður á vikuna.

 

Getraunahópurinn reiknar með að allir þeir sem voru með í fyrra verði áfram.  

 

Hittumst á laugardögum í Skúrnum og tippum, eflum félagsandann og náum inn tekjum fyrir félagið í leiðinni.

Nefndin