Fréttir

María Ögn og Hafsteinn gengin til liðs við Vestra  

Hjólreiðar | 28.10.2019
María Ögn í XC braut Ísfirðinga
María Ögn í XC braut Ísfirðinga
1 af 3

 

María Ögn Guðmundsdóttir og Hafsteinn Ægir Geirsson margfaldir Íslands - og bikarmeistara í hjólreiðum eru gengin til liðs við Vestri. María og Hafsteinn eru meðal sterkasta hjólafólks í landinu. 

María Ögn er fædd og uppalinn á Ísafirði, dóttir Sigrúnar Halldórsdóttur og barnabarn Dúdda Hall.  María Ögn  er harðkjarna íþróttamaður og hefur alltaf viljað fara hratt. Hún æfði skíði að kappi með SFÍ í 14 ár og og varð 11 ára Andrésarmeistari í stórsvigi.  

Hafsteinn er úr 101, Skerjarjafirði, byrjaði í siglingum í Nauthólsvík og æfði íshokkí í 6 ár. Hafsteinn hefur tvisvar keppt í siglingum á ólympíuleikunum.  

Það er frábært fyrir hjólreiðadeild Vestra að fá liðsauka sem þennan. Það verður einstaklega gaman að fylgjast með þeim á þessu tímabili. Bæði eru þau hokin af reynslu, eru mjög sýnileg í hjólaheiminum. 

Stjórn Vestri býður þau innilega velkomin í liðið.

Deila