Fréttir

3-2 Sigur á Grindvíkingum í fyrsta leik á Fótbolti.net mótinu

Knattspyrna | 19.01.2013 Lið BÍ/Bolungarvíkur heimsótti lið Grindvíkinga í reykjaneshöllina fyrr í dag og sóttu sér 3 stig með fínum leik okkar manna.
Andri Rúnar Bjarnason fór réttum megin fram úr rúminu í morgun og skoraði þrennu gegn Grindvíkingum sem að féllu úr úrvalsdeildinni á síðasta tímabili.
Mörk Grindvíkinga kömu bæði í seinni hálfleiknum en Magnús Björgvinsson skoraði bæði mörk þeirra og kom seinna mark þeirra beint úr aukaspyrnu.
Lið Bí/Bolungarvíkur var þannig skipað í leiknum : Steven (18 ára markmaður frá Bandaríkjunum) - Haddi, Sigurgeir, Dennis, Axel Sveinsson - Daniel Badu, Joe Storer, Alexander, Sölvi Gylfa, Pétur og Andri Rúnar.
Grindvíkingar fengu víti í seinni hálfleiknum en Steven varði það víti.

Úrslitin úr þessum leik eru mjög jákvæð og spilamennska leikmanna einnig, það mun svo koma í ljós á næstu dögum hvort að samið verði við erlendu leikmennina sem eru á reynslu hjá liðinu.

Jörundur Áki þjálfari BÍ/Bolungarvíkur var í áhugaverðu viðtali í gær í þættinum Boltinn hjá Hirti Hjartarsyni sem sendur var út á X-inu þar fór Jörundur aðeins út í leikmannamálin eins og þau eru þessa stundina.
Viðtalið má hlusta á á linknum hér að neðan.

http://visir.is/section/MEDIA98&fileid=CLP16371 Deila