Fréttir

32-liða úrslit í Borgunarbikarnum

Knattspyrna | 28.05.2013

Á morgun, miðvikudag, mun BÍ/Bolungarvík taka á móti liði Reynis frá Sandgerði í 32-liða úrslitum í Borgunarbikarnum. Leikurinn hefst kl. 19:15 og fer fram á gervigrasvellinum á Torfnesi.

Varnarmaðurinn Sigurgeir Sveinn og markvörðurinn Alex fengu báðir rautt í erfiðum leik gegn Grindavík síðastliðinn laugardag. Þeir verða báðir í banni í bikarleiknum. 

Reynir Sandgerði leikur í 2. deild og eru sem stendur í neðsta sæti, hafa tapað öllum sínum þrem leikjum. Þjálfari liðsins er Atli Eðvaldsson.

Deila