Fréttir

3.fl drengja og stúlkna og 4. flokkur stúlkna í æfingaferð um helgina.

Knattspyrna | 29.04.2024

Nú um helgina fóru leikmenn úr 3. flokki drengja og stúlkna og 4. flokki stúlkna í æfingaferð suður í Kópavog.

Æft var og spilaðir æfingaleiki á æfingasvæði Breiðabliks í Fagralundi.

Vestri og Breiðablik hafa nú um nokkurt skeið verið í samstarfi og var ferðin hluti af því.

Haldið var af stað eldnemma í föstudagsmorgun eða kl. 06.00 og komið heim aftur til Ísafjarðar seint í gær sunnudagskvöld.

Ferðast var með rútu frá West Travel og voru um 40 leikmenn í ferðinni.

Æft var á föstudaginn í Fagralundi og svo voru leiknir æfingaleikir í öllum þremur flokkunum við lið frá Breiðabliki á laugardag og sunnudag. Einnig fengu leikmenn fyrirlestra um hugarfar og almennt heilbrigði.

Gist var á Hótel Cabin í Reykjavík og þaðan ferðaðist hópurinn í leiki, æfingar og fleira.

Áður en haldið var af stað heima í leið í gær mætti hópurinn á leik Vestra & HK í Bestu deildinni sem fram fór á Avisvellinum og sáu okkar menn taka öll þrjú stigin og spila virkilega vel.

Mikið er um að vera í yngri flokkunum um þessar mundir.  Nú fer Íslandsmótið að hefjast og í fyrramálið hefst svokölluð morgunakademía sem er fyrir áhugasama leikmenn í 3.-5. flokki. Um er að ræða morgunæfingar frá kl. 06.15-07.15 þar sem áhugasömum krökkum gefst tækifæri á að æfa meira og ná frekari framförum fyrir sumarið :)

Skráning er í fullum gangi og fer fram hér

ÁFRAM VESTRI!

 

 

Deila