Fréttir

Alexander Jackson Møller og Mark Tubæk í BÍ/Bolungarvík

Knattspyrna | 22.06.2012 Danirnir Alexander Jackson Møller og Mark Tubæk hafa gengið til liðs við BÍ/Bolungarvík. Þeir ættu að verða löglegir með liðinu þegar félagskiptaglugginn opnast um miðjan Júlí en leikmennirnir eru væntanlegir til Ísafjarðar 1.Júlí.

Alexander Jackson Møller er 22 ára varnarmaður og spilaði síðast með Hobro IK og var einnig á mála hjá AGF þar sem hann kemur upp úr unglingastarfi félagsins. Hann á að baki landsleiki með öllum yngri landsliðum Dana.

Mark Tubæk er 24 ára miðjumaður sem var síðast á mála hjá Blokhus FC í dönsku fyrstu deildinni. Hann kemur upprunalega úr unglingastarfi OB í Óðinsvéum. Fyrir hjá liðinu er einn Dani, Dennis Nielsen, sem hefur staðið sig með mikilli prýði í hjarta varnarinnar.
Deila