Fréttir

BÍ/Bolungarvík - KS/Leiftur(Umfjöllun)

Knattspyrna | 05.06.2010

Eins og flestir vita sigruðu heimamenn Völsung í bikarnum á miðvikudaginn síðasta, 2-0. Mörkin skoruðu Milan Krivokapic og Óttar Kristinn Bjarnason. Það þýðir að við verðum í pottinum þegar dregið verður í 16-liða úrslitin í hádeginu á mánudaginn. Í leiknum gegn Völsung vantaði tvo sterka leikmenn, Alla þjálfara og Emil Páls. Ekki er vitað hvað Alli verður lengi frá en vonandi verður Emil búinn að ná sér fyrir leikinn á móti KS/Leiftri núna á sunnudaginn.

Leikurinn við KS/Leiftur fer fram á Torfnesvelli og hefst kl. 14:00. KS/Leiftur er sæti fyrir neðan okkur með fjögur stig ásamt fleiri liðum. Þeir hafa unnið einn, gert eitt jafntefli og tapað einum. Þeir eru með 3-4 mjög góða leikmenn en restin er spurningamerki. Eftir bikarleikinn við Völsung er Robbi búinn að halda markinu hreinu í 460 mínútur.

Vonum að strákarnir mæti rétt stemmdir til leiks og byrji frá fyrstu mínútu að berjast. Áfram BÍ/Bol!!!!!!

Deila