Fréttir

BÍ/Bolungarvík - Tindastóll/Hvöt

Knattspyrna | 12.12.2010 BÍ/Bolungarvík tók á móti nýsameinuðu liði, Tindastól/Hvöt síðastliðinn laugardag. Leikmenn voru mættir um kl.11 upp á skaga og við tók djús og ristað brauð. Eftir það var töflufundur og síðan hófst leikurinn kl.13. Í markinu lék markmaður sem við fengum lánaðan frá ÍA í leikinn.

Byrjunarliðið var þannig skipað:
Lánsmðaur - Sigþór, Sigurgeir, Atli, Haffi - Gunnar Már, Sölvi, Alexander - Matti, Óttar og Andri.
Á bekknum sátu þeir Ásgeir Guðmunds, Axel Lárusson og Arnór Þrastarson.

Við byrjuðum leikinn mun betur og vorum fljótlega komnir í 1-0 eftir laglega sókn. Matti átti þá góða fyrirgjöf frá hægri sem Gunnar Már skallaði laglega í netið. Tindastóll/Hvöt voru sprækir um miðbik hálfleiksins og áttu margar flottar sóknir. Þeir sköpuðu samt enga verulega hættu fyrir framan mark okkar. Dómarinn gaf þeim þó vítaspyrnu sem var vægast sagt ódýr en markmaðurinn okkar varði vítið auðveldlega. Staðan 1-0 í hálfleik.

Seinni hálfleikur einkenndist af mikilli baráttu og lítið um fallegar sóknir. Við náðum þó að komast í 2-0 eftir skyndisókn um miðjan hálfleikinn. Aftur var það Matti sem gaf fyrir markið og á fjærstöng var Arnór Þrastarson mættur og skoraði örugglega. Í lokin náðu Tindastóll/Hvöt að setja smá pressu á okkur, þeir voru með mun stærri hóp og við orðnir þreyttir að mæta óþreyttum leikmönnum. Þeir minnkuðu muninn í lokin og þar við sat. 2-1 sigur staðreynd.

Þetta var góður sigur þó spilið hafi verulega höktað. Eftir að við komumst mjög snemma yfir í leiknum, eftir að hafa stjórnað honum, þá var eins og menn hafi slappað af og haldið að hlutirnir gerðust að sjálfu sér. Sigurinn var þó fyllilega sanngjarn og ef menn hefðu spilað eins og menn allan leikinn hefðum við unnið mun stærri sigur. Tindastóll/Hvöt voru sprækir en spurning er hvort lið þeirra er nógu gott í 2.deild. Heyrst hefur að þeir séu einnig að reyna sameinast Kormáki frá Hvammstanga, Smárinn frá Varmahlíð og Neista Hofsósi. Mun það verða fyrsta liðið sem tekur þátt á íslandsmóti og inniheldur fjögur skástrik í nafni liðsins, Tindastóll/Hvöt/Kormákur/Smárinn/Neisti. Deila