Knattspyrna | 27.08.2009
Þar sem veðurspáin er okkur ekki hliðholl um helgina hefur verið ákveðið að klára allt mótið á sunnudeginum. Munu leikir þá hefjast á Torfnesvelli kl. 10 á sunnudagsmorguninn og þegar þeim er lokið munum við halda inn í Tungudal þar sem 4. 5. og 6. flokkar stráka og stelpna fá að spreyta sig í drullunni. Miðað er við að hvert lið fái einungis tvo leiki og mun markatala og stigafjöldi ráða þegar að úrslitum kemur. Svo ætlum við að grilla smáræði áður en allir halda heim og horfa á Ísland vinna Þýskaland á EM kvenna í Finnlandi. Munið að vera vel búin og foreldrar - gerið ráðstafanir vegna drullugra barna á heimleiðinni. Góða skemmtun!
Deila