Fréttir

Breytingar á leikmannahóp

Knattspyrna | 26.09.2014

Eins og eflaust margir hafa tekið eftir núna í lok tímabils að þá verður eitthvað um mannabreytingar í ár. Það hefur reyndar verið gegnum gangandi síðustu ár, mikil leikmannavelta. Unnið er hörðum höndum að því að ráða nýjan þjálfara til félagsins. Samningur Jörundar Áka rann út og töldu báðir aðilar tímabært að ljúka samstarfinu eftir þrjú viðburðarrík ár. Ásgeir Guðmundsson aðstoðarþjálfari lætur einnig af störfum eftir gríðarlega gott starf í þágu klúbbsins.

Heimamennirnir Andri Rúnar Bjarnason og Sigurgeir Sveinn Gíslason hafa ákveðið að reyna fyrir sér á öðrum stöðum og takast á við nýjar áskoranir eftir mörg ár hjá félaginu.  Hafsteinn Rúnar Helgason átti þrjú mjög góð ár en hann hefur núna ákveðið að leggja skóna alfarið á hilluna. Hann var til að mynda valinn leikmaður ársins hjá félaginu 2013 og í liði ársins það sumarið hjá þjálfurum og fyrirliðum annarra liða í deildinni. Kári Ársælsson, Aaron Spear, Goran Jovanvoski og Esteban Bayona eru líka horfnir á braut eftir að samningur þeirra rann út. Agnar Darri og Óskar Elías snúa aftur til Víkings R. og ÍBV eftir að hafa komið á láni seinna hluta tímabilsins og staðið sig með mikilli prýði. 

Stjórn BÍ/Bolungarvík þakkar öllum þessum frábæru leikmönnum og þjálfurum fyrir störf sín fyrir félagið. Þeir hafa allir lagt sitt af mörkum til að gera BÍ/Bolungarvík að góðu fyrstu deildarliði. Gangi þeim sem allra best í nýjum verkefnum.

 

Deila