Fréttir

Elmar Atli íþróttamaður ársins í Ísafjarðarbæ

Knattspyrna | 13.01.2024
1 af 2

Elmar Atli Garðarsson, fyrirliði meistaraflokks karla í knattspyrnu, var í dag valinn íþróttamaður ársins í Ísafjarðarbæ.

Elmar Atli hefur allan sinn feril leikið með Vestra og fyrirrennara þess BÍ/Bolungarvík og hefur þrátt fyrir ungan aldur verið fyrirliði og óumdeildur leiðtogi liðsins í mörg ár.

Elmar Atli er gríðarlega mikil og góð fyrirmynd fyrir leikmenn í barna og unglingastarfi Vestra og er sannarlega vel að þessum verðlaunum kominn.

Innilega til hamingju Elmar Atli og ÁFRAM VESTRI!

 

 

Deila