Fréttir

Emil á EM í Wales

Knattspyrna | 29.09.2009 Tap í fyrsta leik hjá U17 strákunum í Wales

Landslið pilta skipað leikmönnum yngri en 17 ára hóf leik í undankeppni EM í Wales í gær.

Liðið mætti heimamönnum frá Wales og töpuðu þar naumlega 3-2.
Ekkert mark var skorað í fyrri hálfleik. Lið Wales komst í 2-0 í seinni hálfleik en þeir Hólmbert Friðjónsson og Kristján Gauti Emilsson jöfnuðu leikinn fyrir Ísland í 2-2. Lið Wales bætti svo við þriðja markinu sem gerði út um leikinn.

Strákarnir eiga annan leik á morgun og sá leikur er gegn Rússlandi en þeir síðarnefndu gerðu jafntefli gegn Bosníu í gær, 0-0. Ekki er vitað um frammistöðu okkar manns, Emils Pálssonar, í leiknum en leiða má að því líkum að hann hafi valdið usla í röðum Walesmanna.

 

Áfram Ísland! Áfram Emil!

Deila