Knattspyrna | 20.05.2012
BÍ/Bolungarvík fór í Grafarvoginn í dag og tók á móti heimamönnum í Fjölni. Niðurstaðan var grátlegt 2-2 jafntefli þar sem við náðum meðal annars í 0-2 forystu um miðjan síðari hálfleikinn.
Byrjunarliðið var þannig skipað:
Doddi(M) - Hafsteinn, Sigurgeir, Dennis, Gulli - Ingimar, Haukur, Alexander - Pétur(F), Andri og Goran
Á varamannabekknum voru Bjarki(M), Florian, Daniel Badu, Nikulás, Gummi Atli, Haraldur og Sigþór.
Sölvi, Gunnar Már og Helgi Valur eru meiddir
Fjölnismenn byrjuðu betur í dag og voru meira með boltann. Við biðum hinsvegar eftir þeim, tilbúnir að setja pressu á réttum stöðum og vinna boltann. Heimamenn komust í nokkur hálffæri áður en að Pétur fékk dauðfæri þegar hann slapp einn í gegn en lét verja frá sér. Hann hinsvegar slapp aftur í gegn eftir magnaða stungusendingu frá Alexander þar sem hann lék framhjá markverði Fjölnismanna og skoraði. 0-1 fyrir okkur. Lítið gerðist eftir það í fyrri hálfleik, heimamenn með undirtökin en ekki að skapa sér neitt að ráði.
Heimamenn hófu seinni hálfleik eins og þann fyrri, af miklum krafti og voru staðráðni í því að jafna. Margar álitlegar sóknir sem iðulega stoppuðu á Ingimari, Dennis og Sigurgeir. Það var síðan um miðjan síðari hálfleikinn sem Pétur vinnur boltann á kantinum og sendir fyrir á Andra sem er aleinn fyrir framan markið og á ekki í vandræðum með að koma okkur í 0-2 forystu. Stuttu seinna sendir Andri stungu inn á Pétur sem gat komið okkur í 0-3 en skot hans var varið. Eftir þetta tóku heimamenn nánast öll völd á vellinum og settu mikla pressu á okkur. Á þessum tíma náðu þeir skora tvö mörk með þriggja mínútna millibili þar sem þreyta og einbeitingarleysi hafði áhrif. Þeir áttu meðal annars fyrirgjöf sem endaði í slánni og Hafsteinn Rúnar bjargaði á línu. En niðurstaðan í dag var samt sem áður 2-2 jafntefli.
Menn voru gríðarlega ósáttir í leikslok að hafa ekki haldið út leikinn með þessa forystu. Við spiluðum þennan leik vel í 80.mínútur en það er því miður ekki nóg. Menn verða að vera á tánum allan leikinn til að landa svona leikjum. Heilt yfir áttu allir góðan leik og var gaman að sjá Andra og Pétur spræka á köntunum. Ingirmar Elí spilaði sinn fyrsta leik í byrjunarliði og þar er á ferðinni hörkuleikmaður. Næsti leikur er heimaleikur gegn Tindastól á laugaradaginn kl. 14:00.
Deila