Fréttir

Hafsteinn Rúnar Helgason íþróttamaður ársins 2013 hjá BÍ

Knattspyrna | 06.01.2014
Besti leikmaður meistaraflokks karla hjá BÍ/Bolungarvík, Hafsteinn Rúnar Helgason, hefur verið valinn íþróttamaður ársins hjá félaginu. Hann er jafnframt tilnefndur til vals á íþróttamanni Ísafjarðarbæjar 2013.
Hafsteinn var lykilmaður í 1.deildarliði BÍ/Bolungarvík sem náði sínum besta árangri til þessa. Hann var valinn í lið ársins í 1.deildinni auk þess sem hann skoraði 7 mörk og lagði upp annan eins fjölda. Hafsteinn er mikil fyrirmynd innan vallar sem utan og liðinu gríðarlega mikilvægur. Hafsteinn lék áður með Stjörnunni í Pepsi deild karla í nokkur ár áður en hann skipti yfir í BÍ/Bolungarvík. Þar áður lék hann með uppeldisfélagi sínu, Reyni frá Sandgerði.
Deila