Fréttir

Haukur, Haraldur og Hafsteinn í BÍ/Bolungarvík

Knattspyrna | 30.11.2011 BÍ/Bolungarvík hefur fengið liðstyrk fyrir komandi átök í 1. deildinni næsta sumar. Haukur Ólafsson, Haraldur Hróðmarsson og Hafsteinn Rúnar Helgason hafa samið við félagið.

Haukur Ólafsson kemur frá ÍR þar sem hann hefur leikið frá 2008 en hann skoraði fimm mörk í 17 leikjum í 1. deldinni í sumar. Haukur er FH-ingur að upplagi.

Hafsteinn Rúnar Helgason er vinstri bakvörður sem kemur frá Stjörnunni. Hann hefur verið í Garðabænum síðustu tvö sumur en spilaði aðeins níu leiki í sumar. Hafsteinn er frá Sandgerði og spilaði með Reyni Sandgerði alla sína yngri flokka.

Haraldur Hróðmarsson kemur frá Hamri í 2. deildinni þar sem hann var funheitur í sumar og skoraði 15 mörk í 19 leikjum.

Gunnlaugur Jónasson(Bókhlöðunni) og Hafsteinn Þór Jóhannsson(Málningarlagerinn) hafa einnig tekið fram skóna og hafið æfingar með liðinu. Deila