Fréttir

Ingimar Elí Hlynsson í BÍ/Bolungarvík

Knattspyrna | 15.05.2012 FH hefur lánað miðjumanninn Ingimar Elí Hlynsson til BÍ/Bolungarvík. Ingimar Elí er fæddur árið 1992 og kom til FH frá KS/Leiftri haustið 2010 og spilaði mikið með liði FH á undirbúningsmótunum 2011, oftast á miðjunni. Sumarið 2011 var Ingimar Elí lánaður heim aftur í KF og lék hann þá með liðinu í 2.deild. Hann hefur staðið sig vel með FH þegar hann hefur fengið tækifæri á miðjunni í vetur. Hann á einnig tvo landsleiki með U19 ára liði Íslands.

 

BÍ/Bolungarvík býður Ingimar velkominn vestur á firði og vonar að hann láti fljótt til sín taka á vellinum.

Deila