Kvennalið BÍ/Bolungarvíkur gerði markalaust jafntefli við lið Tindastóls á Sauðárkróki á Torfnesvelli í gærkvöldi. Djúpstúlkur eru í áttunda og næstneðsta sæti A-riðils 1. deildar með 5 stig eftir 8 leiki. Tindastóll er í sjötta sæti með 6 stig.
Deila