Fréttir

Landsbankinn endurnýjar styrktarsamning sinn við félagið!

Knattspyrna | 15.12.2009 Inga Karlsdóttir, útibússtjóri Landsbankans á Ísafirði, skrifaði undir endurnýjaðan styrktarsamning við félagið í íþróttahúsinu við Torfnes á dögunum. Formaðurinn, Svavar Þór Guðmundsson, kvittaði fyrir félagið og var að vonum ánægður með stuðning Landsbankans, enda blæs þetta nýju lífi í starfið. Peningastaðan hefur ekki verið ákjósanleg undanfarið enda styrkjum fækkað nokkuð sem skiljanlegt er og svo ákvað stjórn félagsins að bíða með hækkun æfingagjalda þar til samfélagið sér fram á bjartari tíð og blóm í haga. Þar með hafa æfingagjöld ekki hækkað frá árinu 2005 og erum við ekkert nema stolt af því að geta haldið starfinu úti með öðrum úrræðum, foreldrum og iðkendum til góða, vonandi. Styrkur Landsbankans er því, eins og áður sagði, mikilvægur fyrir félagið og þakkar stjórn þess Ingu og hennar fólki í Landsbankanum kærlega fyrir góðvildina í garð félagsins. Nú skulum við halda okkar striki og hvika hvergi. Deila