Fréttir

Leikmannakynning og upphitun fyrir sumarið

Knattspyrna | 09.05.2012 Í tilefni þess að tímabilið í 1.deildinni hefst á laugardaginn ætlar meistaraflokkur karla hjá BÍ/Bolungarvík að hita upp fyrir átökin föstudaginn 11.maí næstkomandi og halda leikmannakynningu fyrir stuðningsmenn liðsins. Atburðurinn mun eiga sér stað á kaffihúsinu Húsinu og hefjast lætin klukkan 21:00 að sjálfsögðu eru allir velkomnir. Á dagskránni eru kynningar á leikmönnum liðsins og einnig mun þjálfari liðsins Jörundur Áki Sveinsson og fyrirliðinn Pétur Markan taka til máls og ræða um komandi tímabil og hvernig veturinn hefur verið. Einnig munu stuðningsmenn og konur í Bláum og mörðum vera á staðnum og er þetta tilvalið tækifærið fyrir þá sem vilja komast inn í þá frábæru stuðningssveit að mæta og hita upp fyrir laugardaginn.

Með þessu viljum við hjá BÍ/Bolungarvík vekja upp stemmninguna og leggja okkar af mörkum til þess að stemmningin á leikjum og stuðningur verði frábær eins og hann hefur verið undanfarin ár. Því stuðningsmenn okkar eru okkar tólfti maður.


Fyrir hönd BÍ/Bolungarvíkur
Ásgeir Guðmundsson
Aðstoðarþjálfari BÍ/Bolungarvíkur

Deila