Fréttir

Lokahóf - uppskeruhátíð yngri flokka

Knattspyrna | 25.09.2009 Lokahóf yngri flokka BÍ88 verður haldið laugardaginn 3. október kl. 14:00-16:00 í Edinborgarhúsinu á Ísafirði. Að venju verða veitt verðlaun fyrir ástundun, framfarir og prúðmennsku í öllum flokkum og verður spennandi að sjá hverjir hljóta hnossið í þetta sinn.
Eins og áður eiga allir að koma með eitthvað í gogginn og bryddum við nú upp á því að skipta veitingunum meðal flokkanna:

7. og 8. flokkur stráka og stelpna koma með pönnukökur
6. flokkur stráka og stelpna koma með snúða, kleinur, muffins eða annað fingrabrauð
4. og 5. flokkur stráka og stelpna koma með kökur eða tertur
3. flokkur stráka og stelpna koma með brauðrétti.

Miðað er við núverandi flokka, ekki þá sem voru í sumar.

Félagið sér um drykkjarföng fyrir unga sem eldri.

Endilega sendið myndir úr starfi sumarsins ef þið eigið á svavarg@fsi.is.

Sjáumst hress! Deila