Fréttir

Luka Kostic fræðir unga knattspyrnumenn

Knattspyrna | 11.02.2009 Á laugardaginn ætlar Luka Kostic að mæta til okkar og halda fyrirlestra um knattspyrnu. Dagskráin er eftirfarandi:

laugardagur 14.febrúar

10:30 Skottækni - bóklegt
11:15 Klára færi - bóklegt
12:15 Klára færi - verklegt (gervigrasið - húsið er ekki laust)
13:05 Skottækni - verklegt (gervigrasið)
14:00 Hlé - félagið býður upp á snarl
14:30 Hæfileikamótun - fyrirlestur
15:15 Mataræði - fyrirlestur
Slitið um kl. 16:00

Fyrirlestrarnir verða haldnir í matsal sjúkrahússins en verklegi hlutinn á gervigrasinu. Kostnaður á mann er kr. 2500.- sem félagið mun niðurgreiða um kr. 1500.- Því standa eftir kr. 1000.- sem hver þarf að greiða. Þar sem verklegi hlutinn fer fram á gervigrasinu þurfa krakkarnir að hafa með sér æfingaföt og vera klædd eftir veðri.

Stjórnin leggur mikla áherslu á að allir iðkendur í 2., 3. og 4. flokki taki þátt í þessu þarfa verkefni. Einnig eru áhugasamir yngri iðkendur velkomnir en munið að þetta er allnokkur seta yfir fyrirlestrum svo að nokkra þolinmæði þarf til. Félagið mun bjóða upp á hressingu í hléinu.

Takið eftir að foreldrar og allir áhugasamir eru velkomnir á fyrirlesturinn um mataræðið.

Deila