Fréttir

Matthías Kroknes Jóhannsson íþróttamaður ársins 2014 hjá BÍ

Knattspyrna | 14.01.2015
Besti leikmaður meistaraflokks karla hjá BÍ/Bolungarvík leiktímabilið 2014, Matthías Kroknes Jóhannsson, hefur verið valinn íþróttamaður ársins 2014 hjá félaginu. Hann er jafnframt tilnefndur til vals á íþróttamanni Ísafjarðarbæjar 2014.

Matthías Kroknes Jóhannsson hefur æft knattspyrnu á Ísafirði í 15 ár. Matthías var mikilvægur hlekkur í 1.deildarliði BÍ/Bolungarvíkur keppnistímabilið 2014. Matthías spilaði 18 leiki með liðinu í 1.deild og skoraði auk þess 1 mark. Liðið endaði í 10.sæti 1.deildar og var Matthías tvisvar valinn í lið umferðarinnar. Matthías spilaði þá þrjá bikarleiki sem BÍ/Bolungarvík lék á árinu. Matthías spilaði einnig 4 af 7 leikjum liðsins í Lengjubikarnum, auk þessa að spila fjölda æfingaleikja. Matthías var valinn besti leikmaður meistaraflokks karla BÍ/Bolungavík á lokahófi liðsins í september 2014. Matthías var einnig valinn í æfingahóp U-21 árs landsliðs Íslands í desember 2014.

Deila