Fréttir

Nacho Gil framlengir hjá Vestra

Knattspyrna | 18.11.2020

Það er með mikilli ánægju sem við tilkynnum að Nacho Gil hefur framlengt samning sinn við Vestra.

Nacho, sem var einn af okkar bestu leikmönnum á síðasta tímabili og í liði ársins 2020, verður gríðarlega mikilvægur hlekkur í þeirri uppbyggingu sem á sér stað hjá okkur.

Nacho spilaði á síðustu leiktíð 19 leiki og skoraði í þeim 10 mörk, meðal annars þrennu á móti ÍBV.

Við hlökkum til að fá Nacho aftur vestur og flytjum ykkur vonandi fleiri fréttir sem fyrst.

Áfram Vestri!

Deila