Fréttir

Nikulás Jónsson tilnefndur frá UMFB í kjöri íþróttamanns Bolungarvíkur 2014

Knattspyrna | 05.02.2015

Nikulás Jónsson var tilnefndur af UMFB til kjörs á íþróttamanni Bolungarvíkur 2014. Nikulás átti gott tímabil með BÍ/Bolungarvík sumarið 2014 og var annar af tveimur leikmönnum liðsins sem tók þátt í öllum 22 leikjum liðsins í 1.deild. Nikulás hefur verið að glíma við meiðsli í haust, en er væntanlegur aftur á völlinn í febrúar. Kjörið fór fram föstudaginn 30.janúar sl. og var það hestamaðurinn Bragi Björgmundsson sem var kjörinn íþróttamaður Bolungarvíkur árið 2014.

Deila