Fréttir

Orkubúið styrkir kvennalið BÍ/Bolungarvíkur

Knattspyrna | 07.06.2013

Meistaraflokkur kvennaliðs BÍ/Bolungarvíkur og Orkubú Vestfjarða hafa gert með sér 3ja ára samstarfsamning sem gerir Orkubúið að einum af stærstu styrktaraðilum liðsins. Merki Orkubúsins mun prýða keppnistreyjur liðsins.

„Allir styrktaraðilar eru okkur mikilvægir. Við gleðjumst yfir öllum þeim sem leggja okkur lið í uppbyggingu kvennaknattspyrnunnar á svæðinu - enda ekki síður mikilvægt að styrkja og hvetja stelpur en stráka til íþróttaiðkunar,“ segir Guðbjörg Stefanía Hafþórsdóttir, formaður meistaraflokksráðs kvennaliðs BÍ/Bolungarvík. 

Guðbjörg Stefanía segir mikilvægt að fá stóra styrktaraðila til að halda utan um starfið en mikill kostnaður fer í ferðalög. Hópurinn er skipaður heimastelpum fyrir utan þrjár brasilískar stelpur og er stefnan að byggja upp sterkt lið með stelpum af svæðinu.

Frétt af bb.is

Deila