Fréttir

Páll Sindri - Viðtal

Knattspyrna | 11.10.2018
Bjarnig og Páll kátir og glaðir við undirritun í dag
Bjarnig og Páll kátir og glaðir við undirritun í dag
1 af 2

Við tókum örstutt viðtal við Pál þegar samningar voru undirritaðir.
Svo munum við leyfa ykkur að kynnast honum betur seinna.

Sæll Páll og velkominn til Vestra.

Takk kærlega fyrir það og takk fyrir að fá mig.

Þá er undirskrift lokið og þú orðinn leikmaður Vestra, hvernig líst þér á þetta ?

Mér líst bara ótrúlega vel á þetta, Bjarni er þjálfari sem ég hef mikla virðingu fyrir og þegar ég heyrði að hann hefði áhuga á að fá mig til liðs við Vestra að þá var þetta enginn spurning. 

Nú spilaðir þú einn leik á móti Vestra s.l. sumar þar sem leikarnir enduðu 2-2, hefurðu eitthvað að segja um núverandi liðsfélaga þína, sem þú tókst út úr þeim leik ? Hvað svona fannst þér um Vestra liðið?

Vestri spilaði mjög agaðan bolta, en það er eitthað sem Bjarni hefur tamið sér í gegnum tíðina, það er mikið af flottum leikmönnum í liðinu og svo má ekki gleyma að minnast á umgjörðina, en hún er gjörsamlega til fyrirmyndar hjá Vestra. 

Nú ert að koma af skaganum þar sem þú hefur verið að spila með Kára og ÍA, heldurðu að það verði erfitt að venjast því að eyða sumrinu fyrir vestan ?

Ég hef farið tvisvar áður út á land og spila, líkaði það mjög vel, en ég er mjög nýjungagjarn og tel þetta spennandi verkefni. Svo skemmir ekki fyrir að ég fæ að kynnast staðnum sem langamma mín heitin, hún Helga Pálsdóttir, sem er frá Hnífsdal og afi minn Palli Skúla koma frá. 

Ef ég fæ þig aðeins til að lýsa sjálfum þér sem leikmanni fyrir fólkið sem er að lesa þetta og vill vita aðeins meira ?

Ég er miðjumaður sem finnst gaman að hafa boltann og koma honum fram á við. Stutt en góð lýsing.

Nú hefur markmið Vestra verið að fara upp í Inkasso, hvernig sérðu komandi tímabil fyrir þér ?Páll: Það er bara ein stefna og hún er upp, ekki spurning.

Eigum við ekki að segja þetta gott í bili og við náum þér aftur seinna í betra spjall.
Takk fyrir þetta Páll.
Takk fyrir mig og áfram Vestri!

Deila