Fréttir

Penninn á lofti

Knattspyrna | 26.11.2022
Frá vinstri: Badu, Elvar, Norest, Elmar, Daníel Agnar og Davíð Smári
Frá vinstri: Badu, Elvar, Norest, Elmar, Daníel Agnar og Davíð Smári
1 af 5

Um helgina skrifuðu þeir Aurélien Norest, Elmar Atli Garðarsson og Daníel Agnar Ásgeirsson allir undir nýja tveggja ára samninga. Þá hefur Elvar Baldvinsson gengið til liðs við Vestra en hann skrifaði einnig undir tveggja ára samning.  Elvar sem er Húsvíkingur getur leikið bæði sem miðvörður og vinstri bakvörður. Hann spilaði 21 leik fyrir Þór Akureyri á síðasta tímabili. Við óskum strákunum til hamingju með nýja samninga og bindum miklar vonir við þá á komandi tímabili.

Deila