Fréttir

Síðasta æfing í borginni

Knattspyrna | 08.05.2011 Síðasta æfing liðsins í borginni fór fram í kvöld en á morgun er leikur í Valitor bikarnum gegn KFG á Stjörnuvelli. Í fyrsta skiptið náðum við að hafa 20 leikmenn á æfingu og það hefur ekki gerst í vetur eða frá því að liðið hóf æfingar í október. Það eru fæstir sem gera sér grein fyrir því að við vorum eina liðið í okkar riðli í Lengjubikarnum sem notaði ekki 25 leikmenn í þeirri keppni. Í heildina vorum við með 19 leikmenn sem komu við sögu hjá okkur og stundum vorum við ekki nema 13-14 talsins í einum leiknum. Menn hafa unnið hörðum höndum í vetur að reyna ná í lið fyrir sumarið og nú loksins hefur þjálfarinn það lúxus vandamál að hafa nokkra kosti í stöðunum sem hafa oftast nær verið sjálfskipaðar í vetur. Ef skoðað er hvaða leikmenn í fyrra verða ekki með liðinu í ár má telja 13 leikmenn en aðeins 9 leikmenn á móti.

Farnir/Hættir:
Alferð Elías Jóhannsson
Gunnlaugur Jónason
Guðni Páll Viktorsson
Pétur Geir Svavarsson
Guðmundur Þorbjörnsson
Andri Sigurjónsson
Pétur Runólfsson
Tómas Emil Guðmundsson
Róbert Örn Óskarsson
Emil Pálsson
Milan Krivokapic
Dalibor Nedic
Ásgeir Guðmundsson

Komnir:
Alexander Veigar Þórarinsson
Atli Guðjónsson
Sölvi Gylfason
Þórður Ingason
Loic Ondo
Colin Marshall
Zoran Stamenic
Nicky Deverdics
Michael Abnett Deila