Fréttir

Sumardagskráin að komast á hreint

Knattspyrna | 09.04.2010 Nú er sumarvertíðin að hefjast og við erum búin að setja niður flest mót sem við tökum þátt í þetta sumarið. Dagskráin er ekki fullfrágengin en er svona í stórum dráttum:

8. flokkur stráka og stelpna tekur þátt í Sparisjóðsmótinu í Bolungavík.
7. flokkur stráka fer á Smábæjaleikana á Blönduósi 19.-20. júní. Þá taka þeir þátt í Sparisjóðsmóti UMFB/Landsbankamóti BÍ88 (24.-25. júlí) í Bolungavík/Ísafirði. Hér er samstarfsmót UMFB og BÍ88 þar sem spilaður verður hefðbundinn fótbolti á laugardegi úti í Bolungavík en drullubolti á Ísafirði á sunnudeginum.
7. flokkur stelpna tekur þátt í Sparisjóðsmóti UMFB/Landsbankamóti BÍ88 (24.-25. júlí) í Bolungavík/Ísafirði. Hér er samstarfsmót UMFB og BÍ88 þar sem spilaður verður hefðbundinn fótbolti á laugardegi úti í Bolungavík en drullubolti á Ísafirði á sunnudeginum. Þá fara þær á Pæjumót á Siglufirði dagana 6.-8. ágúst. Þær eru einnig velkomnar á Smábæjaleika á Blönduósi en það yrði þá í samráði við þjálfara og þá helst fyrir þær stúlkur sem kæmust ekki á Siglufjörð. Þar myndu þær að öllum líkindum spila með strákunum í liði ef ekki næðist í stelpnalið.
6. flokkur stráka fer á Íslandsmót en ekki er komin dagsetning á það þegar þetta er ritað. Þá fara þeir suður (væntanlega) og spila nokkra leiki um helgi. Þá fara þeir á Smábæjaleikana á Blönduósi 19.-20. júní. Loks taka þeir þátt í Sparisjóðsmóti UMFB/Landsbankamóti BÍ88 (24.-25. júlí) í Bolungavík/Ísafirði. Hér er samstarfsmót UMFB og BÍ88 þar sem spilaður verður hefðbundinn fótbolti á laugardegi úti í Bolungavík en drullubolti á Ísafirði á sunnudeginum.
6. flokkur stelpna fer á Íslandsmót en ekki er komin dagsetning á það þegar þetta er ritað. Þá fara þær suður (væntanlega) og spila nokkra leiki um helgi. Svo tekur flokkurinn þátt í Sparisjóðsmóti UMFB/Landsbankamóti BÍ88 (24.-25. júlí) í Bolungavík/Ísafirði. Hér er samstarfsmót UMFB og BÍ88 þar sem spilaður verður hefðbundinn fótbolti á laugardegi úti í Bolungavík en drullubolti á Ísafirði á sunnudeginum. Þá fara þær á Pæjumót á Siglufirði dagana 6.-8. ágúst. Þær eru einnig velkomnar á Smábæjaleika á Blönduósi en það yrði þá í samráði við þjálfara og þá helst fyrir þær stúlkur sem kæmust ekki á Siglufjörð. Þar myndu þær að öllum líkindum spila með strákunum í liði ef ekki næðist í stelpnalið.
5. flokkur stráka fer á Íslandsmót og munu ferðast þrjár ferðir í sumar. Uppröðun leikja er hér. Þá er ráðgert að þeir taki þátt í einu móti með jafnöldrum sínum en þjálfari mun ákveða það og auglýsa þegar nær dregur. Loks taka þeir þátt í Sparisjóðsmóti UMFB/Landsbankamóti BÍ88 (24.-25. júlí) í Bolungavík/Ísafirði. Hér er samstarfsmót UMFB og BÍ88 þar sem spilaður verður hefðbundinn fótbolti á laugardegi úti í Bolungavík en drullubolti á Ísafirði á sunnudeginum.
5. flokkur stelpna fer á Íslandsmót og munu ferðast þrjár ferðir í sumar. Uppröðun leikja er hér. Svo tekur flokkurinn þátt í Sparisjóðsmóti UMFB/Landsbankamóti BÍ88 (24.-25. júlí) í Bolungavík/Ísafirði. Hér er samstarfsmót UMFB og BÍ88 þar sem spilaður verður hefðbundinn fótbolti á laugardegi úti í Bolungavík en drullubolti á Ísafirði á sunnudeginum. Þá fara þær á Pæjumót á Siglufirði dagana 6.-8. ágúst. Þær eru einnig velkomnar á Smábæjaleika á Blönduósi en það yrði þá í samráði við þjálfara og þá helst fyrir þær stúlkur sem kæmust ekki á Siglufjörð. Þar myndu þær að öllum líkindum spila með strákunum í liði ef ekki næðist í stelpnalið.
4. flokkur stráka fer á Íslandsmót og munu ferðast þrjár ferðir í sumar. Uppröðun leikja er hér. Loks taka þeir þátt í Sparisjóðsmóti UMFB/Landsbankamóti BÍ88 (24.-25. júlí) í Bolungavík/Ísafirði. Hér er samstarfsmót UMFB og BÍ88 þar sem spilaður verður hefðbundinn fótbolti á laugardegi úti í Bolungavík en drullubolti á Ísafirði á sunnudeginum.
4. flokkur stelpna fer á Íslandsmót og munu ferðast þrjár ferðir í sumar. Uppröðun leikja er hér. Svo tekur flokkurinn þátt í Sparisjóðsmóti UMFB/Landsbankamóti BÍ88 (24.-25. júlí) í Bolungavík/Ísafirði. Hér er samstarfsmót UMFB og BÍ88 þar sem spilaður verður hefðbundinn fótbolti á laugardegi úti í Bolungavík en drullubolti á Ísafirði á sunnudeginum. Þá fara þær á Pæjumót á Siglufirði dagana 6.-8. ágúst. Þær eru einnig velkomnar á Smábæjaleika á Blönduósi en það yrði þá í samráði við þjálfara og þá helst fyrir þær stúlkur sem kæmust ekki á Siglufjörð.
3. flokkur drengja og stúlkna taka þátt í Íslandsmóti í sumar. Leikjaniðurröðun strákanna er hér og stelpnanna hér.

Þetta er mikið prógramm sem er framundan og nú þurfa foreldrar og aðstandendur að fara að hugsa um fjáröflunarleiðir til að létta álagið á pyngjuna. Við minnum á að hver flokkur fyrir sig er eyland, félagið styrkir ekki ferðir að öðru leyti en því að greiða far og uppihald fyrir þjálfara og fararstjóra. við skulum gera okkur þetta auðveldara og finna góðar fjáröflunaleiðir fyrir sumarið. Við viljum líka benda á, að foreldrar hugsi sig nú um og bjóði sig fram í fararstjórn. Ferðir með krökkunum eru skemmtilegar og návistin við krakkana er gefandi og góð fyrir líkama og sál. Það verður enginn verri af þvi að vera fararstjóri svo ekki sé talað um hve vinna þjálfaranna verður auðveldari þegar fararstjórn liggur snemma fyrir.
Deila