Knattspyrna | 14.06.2011
Á morgun stendur til að sýna frá leik BÍ/Bolungarvíkur og HK á Torfnesvelli. Leikurinn hefst kl. 20:00. Til stóð að sýna leikinn gegn ÍA en því miður þá tókst ekki að græja það í tæka tíð. Einar Bragi Guðmundsson og félagar hans í TronMedia gerðu prufuútsendingu á Torfnesvelli í dag og gekk allt að óskum þannig að við vonum það besta.
Útsendingin er í boði Bílaleigu Akureyrar og berum við þeim miklar þakkir fyrir það.