Fréttir

Tap fyrir Leikni

Knattspyrna | 19.05.2014

Meistaraflokkur karla hjá BÍ/Bolungarvík tapaði fyrir Leikni í annarri umferð 1. deildar Íslandsmótsins í knattspyrnu á laugardag. Jafnræði var með liðinum í fyrri hálfleik. Vestfirðingarnir voru meira með boltann með Leiknismenn lágu til baka og var staðan 0-0 í hálfleik. Í upphafi seinni hálfleiks skoraði Leiknir eftir hornspyrnu og tók þá við kafli þar sem BÍ tók öll völd og fékk mörg góð tækifæri til að jafna leikinn. 

Vestfirðingarnir vildu meina að þeir áttu að fá vítaspyrnu þegar leikmaður Leiknis virtist verja skota Andra Rúnars Bjarnasonar með hendi og skömmu síðar skaut Mark Tubæk í stöng. Þá var komið að annarri hornspyrnu og aftur skoruðu Leiknismenn. Tilraunir BÍ til að minnka munin voru til lítils og þegar liðið fékk vítaspyrnu lét Aaron Spear verja frá sér. 

Deila