Fréttir

Tap í bikar

Knattspyrna | 23.06.2010 BÍ/Bolungarvík var rétt í þessu að tapa 0-2 í bikar fyrir Stjörnunni. Leikmenn og stjórn vilja þakka öllum þeim sem lögðu leið sína á leikinn og sáu flottan leik í kvöld. Strákarnir lögðu sig alla í leikinn, öfugt við síðasta leik í deild, og allt annað að sjá til liðsins. Það er varla hægt að fara fram á meira en að menn leggi sig alla fram.

Mjög góð umfjöllun er um leikinn sjálfan og viðtöl við leikmenn á fotbolti.net

Umfjöllun um leikinn

Bjarni Jóh. í viðtali eftir leikinn

Alfreð Elías í viðtali eftir leik

Sigurgeir Sveinn í viðtali eftir leik Deila