Félagið framlengdi samninga við þrjá unga og efnilega leikmenn í síðustu viku. Þeir Elmar Atli Garðarsson, Viktor Júlíusson og Pétur Bjarnason skrifuðu þá allir undir nýjan samning. Þeir spiluðu stórt hlutverk síðasta sumar í 1.deildinni og ættu því að vera vel sjóaðir fyrir átökin í 2.deild næsta sumar.
Búast má við fleiri fréttum af samningamálum á næstunni þar sem von er á að framlengja við fleiri uppalda leikmenn.
Deila