Fréttir

Uppskeruhátíðin á næsta leyti

Knattspyrna | 05.10.2010 Uppskeruhátíð allra yngri flokka BÍ88, frá 8. flokki upp í 3. flokk stráka og stelpna, verður haldin í sal Grunnskólans á Ísafirði, sunnudaginn 10. október nk. kl. 14:00-16:00. Veittar verða viðurkenningar fyrir dugnað og elju og svo eiga auðvitað allir að koma með eitthvað bakkelsi, sætt eða salt, til að leyfa hinum að smakka. Það verður því risahlaðborð eins og venjulega og við ætlum að reyna að varpa ljósmyndum frá tímabilinu upp á tjald svo að allir sjái. Ef fólk á myndir sem það vill deila með öðrum, er það beðið að senda mér þær á svavarg@fsi.is og ég kem þeim í sýningu.
Skemmtilegt væri ef iðkendur gætu komið í einhverjum fatnaði merktum félaginu til að gefa hátíðinni okkar svip. Deila