Fréttir

9. flokkur tapaði fyrir KR í bikarnum

Körfubolti | 19.12.2010 KFÍ strákar byrjuðu herfilega og virtust bera mikla virðingu fyrir vesturbæingum og var staðan eftir fyrsta fjórðung 23-2 fyrir KR.  Heimamenn fóru síðan að átta sig á því að þeir gátu alveg spilað á móti KR-ingum þótt góðir væru og sáust ágætis kaflar í 2. fjórðung sem tapaðist með 2 stigum 9-11 og staðan í hálfleik því 11-34.  Mikið meiri bárátta í liðinu en í byrjun og allt annað að sjá til strákanna.

Strákarnir héldu áfram að berjast er síðari hálfleikur hófst og stóðu virkilega vel í KR-ingum í 3. fjórðungi og skorðu 17 stig gegn 25.  Heldur dró af heimamönnum í restina og fór að lokum þannig að leikur tapaðist 32-75.

KR liðið var mjög gott, vel spilandi strákar og hæfileikaríkir.  KFÍ strákarnir sýndu það á köflum að þeir gátu alveg staðið í þeim en klaufaskapur og einbeitingarleysi ástæða fyrir slæmu köflunum. Gott samspil og liðsvinna sást og greinileg framför frá síðustu leikjum og ljóst að leiðin liggur bara upp á við.  Nú er að æfa vel fram að næsta fjölliðamóti og þá munu góðir hlutir gerast.

Allir strákarnir stóðu sig vel og gaman að sjá barattuna í liðinu, ekki skorti viljann.

Stigin:
Hákon 13, 8-3 í vítum
Helgi 5, 1 þriggja
Haukur 4
Óskar 3, 2-1 í vítum
Remek 3, 2-1 í vítum
Dagbjartur 2
Kjartan 2

Andri, Hálfdán, Siggi og Bernharð skoruðu ekki en stóðu sig vel


Deila