Fréttir

Aðalfundur KFÍ haldinn 20. apríl

Körfubolti | 11.04.2015
Aðalfundur KFÍ 2015 verður haldinn mánudaginn 20. apríl. Fundurinn fer fram á veitingastaðnum Við Pollinn á Hótel Ísafirði og hefst kl. 18.00.
 
Á dagskrá fundarins verða hefðbundin aðalfundarstörf eins og kveðið er á um í 7. gr. laga félagsins:
 
  1. Kosning fundarstjóra og fundarritara.
  2. Skýrsla stjórnar fyrir síðastliðið starfsár.
  3. Lagðir fram endurskoðaðir reikningar félagsins.
  4. Kosning formanns til eins árs.
  5. Kosning tveggja stjórnarmanna til tveggja ára.
  6. Kosning þriggja manna í varastjórn til eins árs.
  7. Kosning tveggja endurskoðenda.
  8. Kosning nefnda.
  9. Lagabreytingar.
  10. Önnur mál.
 
Allir þeir sem koma að starfsemi félagsins jafnt iðkendur sem sjálfboðaliðar, foreldrar iðkenda og fylgismenn
eru hvattir til að mæta á fundinn.
 
8. gr. Atkvæðisréttur og kjörgengi.
Rétt til setu á aðalfundi með málfrelsi, tillögurétt og atkvæðisrétt eiga allir félagsmenn.
Rétt til kjörgengis í stjórn eiga þeir félagar sem eru orðnir 18 ára.
Deila