Það er vel tekið á því á æfingum hjá BJ þjálfara. Hjá honum er nauðsynlegt "að hlusta og læra og læra að hlusta" ! Strákarnir eru uppfullir af áhuga og voru 17 strákar mættir í dag.
Carl, Daði og Ari mættu í gær og hlupu strax inn á völlinn. Craig, Edin og Darco eru væntanlegir seinna í mánuðnum og er mikil tilhlökkun hjá öllum að takast á við verkefnið í vetur.
Æft er alla virka daga frá 17.15 til 19.30 og á laugardögum frá 13.00-15.00.
Þeir sem vilja horfa á æfingar er bent á að fara upp á svalir og eru allir velkomnir. Umgangur um salinn er óviðkomandi (þ.e. ef þú ert ekki þjálfari eða leikmaður) stranglega bannaður á meðan æfingum stendur.