Fréttir

Áfram með Vífilfell næstu fjögur ár

Körfubolti | 09.02.2012
Guðni Ólafur Guðnason gjaldkeri KFÍ og Þorsteinn Haukur Þorsteinsson umdæmisstjóri Vífilfells við undirritun samningsins.
Guðni Ólafur Guðnason gjaldkeri KFÍ og Þorsteinn Haukur Þorsteinsson umdæmisstjóri Vífilfells við undirritun samningsins.

KFÍ og Vífilfell skrifuðu undir nýjan fjögurra ára samning í dag, en samstarf á milli okkar og Vífilfells hefur verið einkar gott og höfum við verið í samstarfi til margra ára. Báðir aðilar eru mjög ánægð með samvinnuna og er samningurinn til árið 2016. Vífilfell mun nú sem áður vera einn af okkar aðalstyrktaraðilum og kunnum við þeim bestu þakkir fyrir og hlökkum til framhaldsins.

Deila