Fréttir

Arnaldur gengur til liðs við Vestra

Körfubolti | 16.09.2020
Arnaldur Grímsson er genginn til liðs við Vestra.
Arnaldur Grímsson er genginn til liðs við Vestra.

Arnaldur Grímsson er genginn til liðs við Vestra og mun leika með meistaraflokki karla á komandi tímabili í 1. deildinni. Arnaldur er 18 ára gamall framherji sem hefur stærstan hluta ferilsins leikið með Val. Hann er þó vel kunnugur parketinu á Torfnesi því haustið 2018 lék hann með drengjaflokk Vestra ásamt því að stunda nám í Menntaskólanum á Ísafirði. Á barnsaldri bjó Arnaldur í Bolungarvík og hefur alla tíð haldið sterkum tengslum við Bolungarvík og Ísafjörð.

Arnaldur styrkir og breikkar hópinn fyrir komandi tímabil og er frábær viðbót í þá skemmtilegu blöndu af efnilegum og reynslumeiri sem skipa liðið.

Við bjóðum Arnald hjartanlega velkominn vestur á nýjan leik og hlökkum til samstarfsins í vetur.

Deila