Fréttir

Baldur í fimm áratuga klúbbinn

Körfubolti | 08.10.2022
Baldur í leik snemma á öldinni. Mynd: Halldór Sveinbjörnsson
Baldur í leik snemma á öldinni. Mynd: Halldór Sveinbjörnsson

Vigurbolinn Baldur Ingi Jónasson, sem fagnaði 50 ára afmæli sínu í sumar, tók fram skóna í leik Vestra og Snæfells í dag við mikinn fögnuð áhorfenda en hann lagði skóna á hilluna eftir að hafa slitið hásin í leik í janúar 2019.

Með leiknum í dag komst hann í þann afar fámenna hóp með að hafa spilað meistaraflokksleik á fimm mismunandi áratugum en hann hóf leik árið 1989 og lék næstu 30 tímabilin þangað til í leiknum örlagaríka árið 2019.

Þess má geta að tveir af sonum hans, þeir Ingimar og Elmar, léku einnig í leiknum í dag.

Deila