Fréttir

Báráttusigur á Selfossi

Körfubolti | 14.12.2019
Marko Dmitrovic var stigahæstur í liði Vestra.
Marko Dmitrovic var stigahæstur í liði Vestra.

Vestri tryggði sér fjórða sæti 1. deildarinnar með góðum sigri á á Selfossi í gær. Lið Vestra var nokkuð vængbrotið, líkt og svo oft fyrr í vetur. Við söknuðum Nemanja Knezevic, sem er lítillega meiddur, auk þess sem fleiri leikmenn sem spiluðu glíma við meiðsli. Þar að auki hamlaði veðrátta í vikunni æfingum svo segja má að ýmislegt hafi blásið á móti okkar mönnum. Selfyssingar geta reyndar sagt svipaða sögu því einhverja lykilleikmenn vantaði í þeirra hóp.

Stigaskor dreifðist nokkuð jafnt meðal okkar manna. Marko var með 15 stig og 2 fráköst. Hilmir og Ingimar komu næstir og skoruðu 12 stig hvor. Nebojsa skoraði 11 stig, Hugi 9, Matic 8 og Egill 2.

Með sigrinum tryggir Vestri sér fjórða sæti deildarinnar fyrir jólafrí þótt ein umferð sé eftir. Lokaleikurinn á þessu ári er svo heimaleikur gegn Skallagrími þann 20. desember. Það er mikilvægur leikur og stig úr honum eru nauðsynleg til að bilið á milli okkar og þriggja efstu liða deildarinnar breikki ekki. Breiðablik og Höttur eru í 1.-2. sæti með 20 stig og Hamar í 3. sæti með 18 en Vestri í því fjórða með 12 stig. Í 5. sæti er svo Selfoss með 8 stig.

Deila