Fréttir

Bosley til liðs við Vestramenn

Körfubolti | 04.08.2020
Bandaríkjamaðurinn Ken-Jah Bosley semur við Kkd. Vestra.
Bandaríkjamaðurinn Ken-Jah Bosley semur við Kkd. Vestra.

Bandaríski bakvörðurinn Ken-Jah Bosley hefur skrifað undir samning við Kkd. Vestra og leikur með meistaraflokki karla á næsta leiktímabili. Bosley útskrifaðist frá Kentucky Wesleyan háskólanum árið 2017 (D2) og var þriðji stigahæsti leikmaður liðsins frá upphafi.

Frá útskrift í Kentucky hefur Bosley leikið í Ástralíu, Palestínu og Lúxemborg. Á síðasta leiktímabili var hann stigahæsti leikmaður N2 deildarinnar í Lúxemborg með liði sínu Auanti Mondorf en hann skoraði 38.6 stig að meðaltal í leik. Bosley er 185 sm á hæð og getur spilað bæði sem leikstjórnandi og skotbakvörður. Hér má líta nokkur af háu ljósum hins nýja liðsmanns Vestra, sem við bjóðum að sjálfsögðu hjartanlega velkominn vestur.

Deila