Fréttir

Búningar sem Gísli fór með í hreinsun fundnir

Körfubolti | 22.11.2012

Hermann Hermannson eðalmaður færði KFÍ búningana sem okkur grunar að Gísli Elís Úlfarsson okkar hafi farið með í heinsun 1996. Hermann var að taka til á slökkvistöð Ísafjarðar og þar voru búningarnir tilbúnir þar. Það tók því aðeins 16 ár að fá þá heim í hús.

 

Á þessu tímabili voru stjörnur okkar Guðni Ólafur Guðnason, Hrafn Kristjánsson, Magnús Gautur Gíslason, Ómar Ómarsson, Ingimar Guðmundsson, Pétur Sigurðsson, Finnur Þórðarson, Baldur Ingi Jónasson, Chiedu Odiadu og Derrick Bryant.

 

Margir þessara kappa eru enn að. Baldur Ingi er á fullu með KR-B, Frikki er að spila með Njarðvík í Dominos deildinni. Hrafn Kristjánsson þjálfar hjá Stjörnunni, Guðni Ólafur er í stjórn KFÍ og Pétur Sigurðsson er að þjálfa hjá KFÍ sem yfirþjálfari sem á sínum tíma var algjörlega óhugsandi enda sá sem sá um búningatöskuna.

 

Frikki spilaði hjá okkur árið eftir og varð íþróttamaður Ísafjarðar í kjöri þá. Hrafn og Baldur þjálfuðu báðir mfl. KFÍ og Nú er Pétur við verki og Guðni Ólafur er í stjórn KFÍ. Það er ekki dónaleg innheimta frá góðum drengjum til félagsins og körfuboltans á Íslandi.

 

Það er mikil nostalgía sem fylgir svona fundi og koma minningarnar til baka í bunkum. Á þessum tíma vorum við fyrsta félagið sem datt í hug að selja hvern leikmann eða öllu heldur hvern einstakan búning á sitthvort fyrirtæki og þótti mjög sniðugt þar sem hvert fyrirtæki fékk mikla athygli og er þetta ekki vitlaus hugmynd fyrir körfuna í dag. Við munum þó að þetta var algjör nýjung hjá KKÍ og fengum við sérstakt leyfi til þessa framkvæmda.

 

Nú liggjum við undir feld með hvað skal gera við búningana.

Deila