Fréttir

Daníel Freyr til liðs við KFÍ

Körfubolti | 14.01.2016

Nýr leikmaður, Daníel Freyr Friðriksson, er gengin til liðs við KFÍ í gegnum venslasamning við ÍR. Daníel Freyr er ungur og efnilegur bakvörður sem hefur leikið með ÍR undanfarin ár en er uppalinn í Fjölni.

 

Daníel kemur vestur í dag en stoppar stutt við því KFÍ liðið brunar norður á Akureyri til að mæta Þórsurum á laugardaginn kemur.

Deila